75. fundur
atvinnuveganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 3. júní 2021 kl. 09:05


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:05
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:05
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:05
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:05
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:05
María Hjálmarsdóttir (MH), kl. 09:05
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:05
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:05
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:05

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Dagskrárlið frestað.

2) 628. mál - raforkulög og stofnun Landsnets hf. Kl. 09:05
Nefndin fjallaði um málið.

3) Önnur mál Kl. 10:34
Nefndin ræddi starfið framundan.

Sigurður Páll Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006
(atvinnu- og byggðakvótar o.fl.)sem nefndin hefur til meðferðar:

„Fulltrúar Miðflokks í atvinnuveganefnd Alþingis harma að fulltrúar meiri hlutans í nefndinni hafni því að þetta mikilvæga mál fyrir fjölmörg sveitafélög og útgerðir (Þskj. 625 - 418. mál ? Stjórn fiskveiða (atvinnu, byggðakvótar o.fl.) verði tekið til umræðu og afgreiðslu, þannig að málið geti gengið til annarrar umræðu í þingsal.“

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:40